Útlendingar búa alls staðar

Útlendingum í ólöglegu húsnæði fjölgar nú á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi öllu. Enginn veit hve útbreitt það er að fólk hafist við í vistarverum sem ekki eru mannabústaðir. Mjög algengt er að farandverkamenn búi í vinnuskúrum á byggingasvæðum verktaka og dæmi eru um að innflytjendur búi í hesthúsum og margir saman í ósamþykktum íbúðum. Til viðbótar býr fjöldi fólks á gistiheimilum.

Ingibjörg Hafstað kennslustjóri hjá Alþjóðahúsi segir vistarverurnar oft í lagi, en það sé ekki í lagi að búa ólöglega. Vel búið gistiheimili er því ekki heppilegur íverustaður til lengdar, frekar en gripahús eða kartöflukofi. „Fólk sem ekki getur skráð lögheimili sitt á Íslandi er ekki tryggt. Það er á utangarðsskrá en veit kannske ekki af því." Þetta er mjög algengt, segir Ingibjörg og bendir á ábyrgð atvinnurekenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert