Útlendingar búa alls staðar

Útlend­ing­um í ólög­legu hús­næði fjölg­ar nú á höfuðborg­ar­svæðinu og Suðvest­ur­landi öllu. Eng­inn veit hve út­breitt það er að fólk haf­ist við í vist­ar­ver­um sem ekki eru manna­bú­staðir. Mjög al­gengt er að far­and­verka­menn búi í vinnu­skúr­um á bygg­inga­svæðum verk­taka og dæmi eru um að inn­flytj­end­ur búi í hest­hús­um og marg­ir sam­an í ósamþykkt­um íbúðum. Til viðbót­ar býr fjöldi fólks á gisti­heim­il­um.

Ingi­björg Hafstað kennslu­stjóri hjá Alþjóðahúsi seg­ir vist­ar­ver­urn­ar oft í lagi, en það sé ekki í lagi að búa ólög­lega. Vel búið gisti­heim­ili er því ekki heppi­leg­ur íverustaður til lengd­ar, frek­ar en gripa­hús eða kart­öflu­kofi. „Fólk sem ekki get­ur skráð lög­heim­ili sitt á Íslandi er ekki tryggt. Það er á utang­arðsskrá en veit kann­ske ekki af því." Þetta er mjög al­gengt, seg­ir Ingi­björg og bend­ir á ábyrgð at­vinnu­rek­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka