Flest verstu óveðrin á Norður-Atlantshafi síðastliðin fimm ár urðu í kringum Ísland, að því er athugun norskra nemenda Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði leiddi í ljós.
Nemendurnir könnuðu gögn úr gervitunglum sem mæla vindhraða yfir hafinu. Sýndu þau að fárviðrin, þegar vindur er yfir 40 m/s, verða helst milli Íslands og Grænlands og fyrir sunnan og austan Ísland.
Fárviðrin urðu helst að vetrarlagi, það er á tímabilinu frá október og fram í mars.
Í vetur er ætlunin að rannsaka nánar óveður í Norðurhöfum og verður flogið út í þau frá Norður-Noregi.