Veðravíti við Ísland

Flest verstu óveðrin á Norður-Atlants­hafi síðastliðin fimm ár urðu í kring­um Ísland, að því er at­hug­un norskra nem­enda Har­ald­ar Ólafs­son­ar pró­fess­ors í veður­fræði leiddi í ljós.

Nem­end­urn­ir könnuðu gögn úr gervi­tungl­um sem mæla vind­hraða yfir haf­inu. Sýndu þau að fár­viðrin, þegar vind­ur er yfir 40 m/​s, verða helst milli Íslands og Græn­lands og fyr­ir sunn­an og aust­an Ísland.

Fár­viðrin urðu helst að vetr­ar­lagi, það er á tíma­bil­inu frá októ­ber og fram í mars.

Í vet­ur er ætl­un­in að rann­saka nán­ar óveður í Norður­höf­um og verður flogið út í þau frá Norður-Nor­egi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert