Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Nýr meiri­hluti í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur tel­ur að full efni séu til heild­stæðrar skoðunar á fyr­ir­ætl­un­um OR, virkj­an­ir, stöðu allra fram­kvæmda, allra vilja­yf­ir­lýs­inga og samn­inga, auk yf­ir­lits yfir þá aðila sem hafa óskað eft­ir viðræðum um orku­kaup.

Þetta kem­ur fram í bók­un, sem samþykkt var á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur í dag. Var jafn­framt samþykkt, að fela Degi Eggerts­syni, borg­ar­stjóra, að kalla eft­ir um­rædd­um upp­lýs­ing­um á fyr­ir­huguðum eig­enda­fundi Orku­veit­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert