9 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 9 mánaða fangelsi fyrir að hóta lögreglu­manni líkamsmeiðingum og slá hann síðan með krepptum hnefa í andlitið. Fram kemur í dómnum, að maðurinn var árið 2005 dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rauf hann skilorð þess dóms með brotinu.

Maðurinn var farþegi í bíl, sem lögreglan stöðvaði við eftirlit í Reykjavík í ágúst 2005. Fram kemur í dómnum, að ökumaður bílsins hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi og því hafi lögreglumennirnir ákveðið að færa hann í handjárn.

Farþeginn hafi þá orðið æstur og farið út úr bílnum og að lögreglubílnum. Einn lögreglumaður hafi reynt að róa manninn niður en án árangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert