Allir bílar undir gervihnattaeftirliti

Sam­gönguráðuneytið, Neyðarlín­an og fyr­ir­tækið ND vinna að því, í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið, að unnt verði að taka upp sjálf­virka hring­ingu úr bíl­um í Neyðarlín­una, beri slys að hönd­um. Það mun jafn­framt þýða að all­ir bíl­ar verða und­ir gervi­hnatta­eft­ir­liti.

Nái áformin fram að ganga ber ast Neyðarlín­unni strax upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu bíls­ins, hraða sem ekið var á, núm­er bíls­ins, teg­und og mögu­leg­an fjölda farþega auk þess sem upp­lýs­ing­ar fást um hversu mikið höggið var. Verk­efnið geng­ur und­ir heit­inu e-Call sem stend­ur fyr­ir emer­gency call.

,,Við erum full­trú­ar Íslands í þessu verk­efni og vinn­um að und­ir­bún­ingi að þessu kerfi hér. Það er ósk Evr­ópu­sam­bands­ins að það verði í öll­um bíl­um fram­leidd­um fyr­ir Evr­ópu­markað frá og með ár­inu 2010," seg­ir Friðgeir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri ND, fyr­ir­tæk­is sem sér­hæf­ir sig í tækni á sviði eft­ir­lits með akst­urslagi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert