Félagsmálaráðherra boðar úrbætur fyrir langveik börn

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra mbl.is/Frikki

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, kynnti í dag úrbætur á lögum um málefni langveikra barna sem sett voru árið 2006. Úrbótunum er ætlað að koma betur til móts við aðstæður foreldra langveikra barna en meðal breytinga er tekjutenging greiðslna til foreldra á vinnumarkaði og að foreldrar geti fengið fjárhagsaðstoð óháð atvinnuþátttöku.

Á fundinum sagði Jóhanna að eftir að lögin voru sett á síðasta ári hafi komið í ljós ýmsir gallar á þeim. Hópi langveikra bauðst ekki fjárhagsaðstoð, m.a. foreldru barna sem greindust með langvinnan sjúkdóm áður en lögin voru sett. Þá þóttu greiðslur lágar, en mánaðarlegar greiðslur voru 95.700.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tvískiptu kerfi, annars vegar vinnumarkaðstengdu og félagslegu hins vegar. Vinnumarkaðstengda kerfið er hannað með hliðsjón af lögum um fæðingarorlof og nema greiðslur 80% af launum en verður hámarksfjárhæð 648.250 krónur. Foreldri sem verið hefur á vinnumarkaði hér á landi í þrjá mánuði á rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði og er sá tími framlengjanlegur í alvarlegum tilvikum.

Í félagslega hluta kerfisins er lagt til að greiðslur til fólks sem ekki hefur af einhverjum ástæðum tekið þátt í atvinnulífinu verði hækkaðar, og verða takmörk á því hve lengi foreldrar langveikra barna geta fengið greiðslur. Gert er ráð fyrir því að grunngreiðslur hækki úr 95.700 í 130.000 krónur á mánuði en auk þess er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum vegna barna yngri en átján ára.

Meðal annarra breytinga á lögunum er aukinn réttur foreldra vegna líknandi meðferðar en í þeim tilvikum geta foreldrar óskað eftir greiðslum fyrir sama tímabil í allt að þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að halda greiðslum í allt að þrjá mánuði frá andláti barns eða þegar barn nær bata eftir veikindi sem staðið hafa yfir í allt að tvö ár.

Lagafrumvarp um aðstoð við foreldra langveikra barna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert