Gæsluvarðhald vegna nauðgunar staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu í húsasundi í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi, sæti gæsluvarðhaldi til 19. nóvember.

Konan lagði fram kæru á sunnudagsmorgun og sagðist hafa um nóttina verið á skemmtistað þar sem hún hitti tvo karlmenn frá Litháen. Eftir að skemmtistaðnum var lokað hafi mennirnir gengið með henni upp Laugaveginn og inn í húsasund þar sem þeir hefðu ráðist á hana með ofbeldi og þröngvað henni til kynferðismaka.

Fram kemur í úrskurðinum að samkvæmt upplýsingum frá slysadeild var konan með rispur á baki og víða á líkamanum, eins og eftir möl eða sand. Sandur og laufblöð hafi verið í hári hennar og fatnaði auk þess sem hún var með aðra áverka.

Fram kemur í dómum Hæstaréttar, að annar maðurinn hafi í yfirheyrslum hjá lögreglu skýrt frá kynmökum, en neitað því að þau hafi verið gegn vilja konunnar. Hinn bar fyrir sig minnisleysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert