Höfði blár í þágu sykursjúkra

Höfði
Höfði mbl.is/Brynjar Gauti

Eitt þekktasta kennileiti Reykjavíkur, Höfði, var upplýst bláu ljósi í gær í tilefni þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa nú viðurkennt alþjóðadag sykursjúkra. Var Ísland með þessu hluti af alheimshreyfingu en um 100 fræg kennileiti um allan heim voru lýst upp með þessum hætti, þ.á m. óperuhúsið í Sydney, Niagara-fossarnir og Skakki turninn í Pisa.

Það var engin tilviljun að blái liturinn varð fyrir valinu því að blái hringurinn er alþjóðlegt merki sykursjúkra. Á Íslandi eru um 5.000-7.000 manns greindir með sykursýki en á heimsvísu eru sykursjúkir líklega 246 milljónir manna. Viðurkenning SÞ á alþjóðadegi sykursjúkra er mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að auka vitund fólks um sykursýki og alvarlega fylgikvilla hennar en ríkisstjórnir eru hvattar til stefnumörkunar varðandi forvarnir, umönnun og meðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka