Leiguverð hækkar ört

Leigu­verð hef­ur hækkað meira á þessu ári en fjög­ur ár þar á und­an. Hækk­un­in í ár er 8,9%, en verðbólg­an á tíma­bil­inu er 4,8%. Í fyrra hækkaði leiga um 8% og um 6% árið 2005. Skort­ur er á leigu­hús­næði og oft­ast nær nokkr­ir um hverja íbúð sem losn­ar. Fjölg­un út­lend­inga hef­ur aukið þörf­ina fyr­ir leigu­hús­næði.

Það hef­ur oft verið haft á orði að á Íslandi hafi aldrei náðst að þró­ast al­vöru leigu­markaður. Ýmis­legt hef­ur þó orðið til að bæta stöðuna. Með húsa­leigu­bót­um var komið á hvata fyr­ir fólk til að gefa upp leigu, en áður hafði þessi markaður að stór­um hluta verið neðanj­arðar, þ.e. leiga var ekki gef­in upp til skatts. Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur stuðlaði einnig að þessu, en nú er 10% skatt­ur á leigu­tekj­um en ekki tæp­lega 40% skatt­ur eins og áður.

Stjórn­völd ákváðu árið 2002 að gera sér­stakt átak í því að fjölga leigu­íbúðum og var Íbúðalána­sjóði veitt heim­ild til að lána til bygg­ing­ar leigu­íbúðar­hús­næðis. Sjóður­inn lán­ar á niður­greidd­um vöxt­um til fé­lags­legs hús­næðis og einnig til bygg­inga al­mennra leigu­íbúða. Guðmund­ur Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs, seg­ir að vöxt­ur hafi verið í þess­um lán­um á þessu ári, en árin á und­an hafi sjóður­inn ekki alltaf nýtt heim­ild­ir sín­ar til út­lána. Eft­ir­spurn­in hafi ekki verið næg. Útlán sjóðsins til bygg­inga leigu­íbúða eru núna 58 millj­arðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert