Leiguverð hækkar ört

Leiguverð hefur hækkað meira á þessu ári en fjögur ár þar á undan. Hækkunin í ár er 8,9%, en verðbólgan á tímabilinu er 4,8%. Í fyrra hækkaði leiga um 8% og um 6% árið 2005. Skortur er á leiguhúsnæði og oftast nær nokkrir um hverja íbúð sem losnar. Fjölgun útlendinga hefur aukið þörfina fyrir leiguhúsnæði.

Það hefur oft verið haft á orði að á Íslandi hafi aldrei náðst að þróast alvöru leigumarkaður. Ýmislegt hefur þó orðið til að bæta stöðuna. Með húsaleigubótum var komið á hvata fyrir fólk til að gefa upp leigu, en áður hafði þessi markaður að stórum hluta verið neðanjarðar, þ.e. leiga var ekki gefin upp til skatts. Fjármagnstekjuskattur stuðlaði einnig að þessu, en nú er 10% skattur á leigutekjum en ekki tæplega 40% skattur eins og áður.

Stjórnvöld ákváðu árið 2002 að gera sérstakt átak í því að fjölga leiguíbúðum og var Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána til byggingar leiguíbúðarhúsnæðis. Sjóðurinn lánar á niðurgreiddum vöxtum til félagslegs húsnæðis og einnig til bygginga almennra leiguíbúða. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að vöxtur hafi verið í þessum lánum á þessu ári, en árin á undan hafi sjóðurinn ekki alltaf nýtt heimildir sínar til útlána. Eftirspurnin hafi ekki verið næg. Útlán sjóðsins til bygginga leiguíbúða eru núna 58 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert