Oftar brotið á útlendingum á Suðurlandi

Brotum gegn útlendingum á vinnumarkaði hefur fjölgað á Suðurlandi. „Þau skipta tugum á þessu ári og snúast yfirleitt um að lágmarkslaun fást ekki greidd. Líklega sést þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Útlendingar leita oft ekki réttar síns fyrr en eftir að þeir hafa gefist upp á vinnunni. Þeir eru hræddir við atvinnurekendur," segir Ragna G. Larsen, formaður verkalýðsfélagsins Bárunnar.

Færst hefur í vöxt að útlendingum bjóðist jafnaðarlaun fyrir óskilgreindan vinnutíma. „Pressa á verkefnaskil og mikið álag verður svo til þess að þeir ná hvergi nærri lágmarkslaunum. Enda er ekkert til í kjarasamningum sem heitir jafnaðarkaup, þótt atvinnurekendur virðist halda það," segir Ragna sem þekkir dæmi úr flestum atvinnugreinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert