13 dauðsföll í umferðinni rakin til veikinda ökumanna

Frá 1999 hefur Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakað 13 dauðsföll í umferðinni þar sem veikindi ökumanna eru greind sem meginorsök slyss. Telur rannsóknarnefndin brýnt að umferðarlögin verði endurskoðuð með áherslu á viðbrögð við aðstæðum, þegar sjúkdómar, nauðsynleg lyfjanotkun og öldrun hafa sannanlega áhrif á ökuhæfni einstaklinga í umferðinni.

Segir í tilkynningu að setja þarf sértækar reglur um mat á ökuhæfni af þessum sökum því rannsóknir nefndarinnar benda til þess að það greiningarkerfi sem nú er notað til að meta ökuhæfni sé ófullnægjandi.

Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert