Umferðaróhapp varð á Þórshöfn í gærkvöldi þegar bíll valt út af Fjarðarvegi niður í stórgrýtta fjöru. Ökumaðurinn var einn í bílnum og varð hann fyrir minniháttar meiðslum, að því er kemur fram á vef Langanesbyggðar. Bíllinn er hinsvegar ónýtur.
Mikil ísing myndaðist seint í gærkvöldi á Þórhöfn og átti hálkan sinn þátt í óhappinu.