Borga 60 þúsund fyrir 2 megabita tengingu

Jónas Reynir Helgason kennari og tölvuumsjónarmaður í Stórutjarnaskóla.
Jónas Reynir Helgason kennari og tölvuumsjónarmaður í Stórutjarnaskóla. mbl.is/Skapti

Þrátt fyrir að ljósleiðari Símans frá Akureyri og austur á land liggi í gegnum hús Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, hefur skólinn ekki möguleika á að greiða fyrir ADSL-tengingu þaðan, heldur þarf hann að greiða kílómetragjald fyrir tenginguna frá Akureyri. Það kostar um 60 þúsund krónur á mánuði.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að bóndi í Dæli, ekki langt frá Stórutjörnum, gafst upp á biðinni eftir góðri nettengingu og er að leggja ljósleiðara að bænum fyrir eigin reikning.

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit kaupir tveggja megabita tengingu frá Akureyri, sem notuð er í Stórutjarnaskóla, Litlulaugaskóla og á skrifstofu sveitarfélagsins á Laugum. Bandbreiddin er margfalt minni en nauðsyn krefur, að sögn kennara sem hefur umsjón með tölvukerfi skólanna.

Í húsnæði Stórutjarnaskóla er stafræn símstöð af fullkomnustu gerð í eigu Símans. Þar er ljósleiðarinn og frá læstu herberginu, þar sem þær græjur er að finna, eru 7 metrar að tölvustofu skólans. Það er vegna samkeppnissjónarmiða, skv. þeim upplýsingum sem forráðamenn skólans fá, sem þeir verða að greiða fyrir tenginguna alla leið frá Akureyri.

„Við fengum þau svör hjá Símanum að Póst- og fjarskiptastofnun hefði neitað fyrirtækinu um að leyfa okkur að njóta þeirrar sérstöðu að ljósleiðarinn liggur hér í gegnum húsið. Síminn má ekki veita okkur afslátt, vegna samkeppnissjónarmiða,“ sagði Jónas Reynir Helgason, kennari og umsjónarmaður tölvumála, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir það ekki tæknilega stórt vandamál að auka bandbreiddina verulega, en kostnaðurinn við það færi upp úr öllu valdi miðað við núgildandi fyrirkomulag. Talsmönnum skólans og sveitarfélagsins þykir nóg um nú þegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert