Enn frestað að afgreiða rekstarleyfisumsóknir nektarstaða

Borgarráð fjallað í dag að nýju um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas, sem allir eru skilgreindir sem svonefndir nektarstaðir. Var umfjölluninni frestað.

Á fundinum var m.a. lögð fram umsögn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og bréf frá lögmönnum rekstarfélaga staðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert