Íslenska hefur burði til að verða samskiptamál í fjölmenningarsamfélagi

Fjölmenningarsamfélagið Ísland
Fjölmenningarsamfélagið Ísland mbl.is/Jón H. Sigmundsson

„Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma en staða tungunnar er sterk og sköpunarmáttur hennar mikill. Íslenska hefur því alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi og að því ættum við öll að stefna."

Svo segir í ályktun um stöðu íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd sendir nú frá sér í fyrsta sinn og fylgir hér með í viðhengi. Í ályktuninni er lögð áhersla á að lagaleg staða íslenskunnar verði tryggð. Einnig er rætt um stöðu málsins almennt, framtíðarhorfur þess og loks settar fram hugmyndir Málnefndarinnar um hvernig bregðast skuli við til þess að treysta stöðu íslenskrar tungu í íslensku samfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert