Kaupás fagnar húsleit Samkeppniseftirlitsins

mbl.is/Kristinn

Kaupás segir húsleit Samkeppniseftirlitsins vera fagnaðarefni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að það hafi ítrekað lýst því yfir á opinberum vettvangi að það hafi óskað eftir opinberri rannsókn hið allra fyrsta til þess að hreinsa stjórnendur Kaupáss og Krónunnar af hvers kyns dylgjum um verðsamráð eða óeðlilega viðskiptahætti í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á íslenskum matvörumarkaði.

„Starfsfólk Kaupáss og Krónunnar mun opna allar sínar bækur og verða Samkeppniseftirlitinu til aðstoðar á allan þann hátt sem óskað verður eftir og látin er í ljós von um að rannsókninni verði hraðað eins og frekast er unnt,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Það minnir jafnframt á að á undanförnum misserum hafi Samkeppniseftirlitið verið með víðtæka rannsókn á matvælamarkaðnum í gangi. Vonast sé til að þeirri rannsókn verði hraðað og niðurstöður birtar við fyrsta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert