Margir hafa orðið að hætta við íbúðakaup

Marg fólk á aldrinum 30-39 ára, og ungt fjölskyldufólk, hefur reynt að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn en orðið að hætta við, og meirihluti þeirra sem vilja kaupa sitt fyrsta húsnæði býst við að lenda í greiðsluerfiðleikum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið.

Könnunina gerði Rannsóknastöð þjóðmála, og beindist hún að stöðu 18-80 ára fólks á húsnæðismarkaðinum á landinu öllu.

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnandi könnunarinnar, sagði í viðtali við RÚV í kvöld, að þröskuldurinn inn á fasteignamarkaðinn væri orðinn hærri en áður. Vextir og fasteignaverð hafi hvoru tveggja hækkað, auk þess sem stuðningur vaxtabóta minnki stöðugt miðað við greiðslubyrði húsnæðislána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert