Stofna félag um náttúruauðlindirnar á Reykjanesi

Frá Krýsuvík
Frá Krýsuvík mbl.is/RAX

Bæjarstjórar sveitarfélaganna Grindavík, Hafnarfirði og Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um um samstarf og samvinnu og sameiginlega hagsmuni varðandi jarðhita og náttúruauðlindir í lögsagnarumdæmum sveitarfélaganna. Lýsa sveitarfélögin yfir vilja sínum um að stofna félagið Suðurlindir. Markmið félagsins verður að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og í Krísuvík meðal annars mögulega nýtingu jarðvarma og eignar- og nýtingarrétt hvers sveitarfélags fyrir sig.

Alfarið í eigu opinberra aðila

„Félagið verður alfarið í eigu opinberra aðila og munu sveitarfélögin þrjú fara með jafnan hlut. Lögsagnarumdæmi sveitarfélaganna Grindarvíkur, Hafnarfjarðar og Voga liggur saman þvert á nokkur helstu jarðhitasvæði á Reykjanesi. Því er ljóst að þau eiga mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum. Mikilvægt er að þessi þrjú sveitarfélög eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmdir á skilgreindum auðlindasvæðum og marki sér skýrar áherslur í náttúruvernd og umhverfismálum á umræddum svæðum.

Jafnframt vinni þau að sameiginlegri framtíðarsýn um þróun atvinnulífs og íbúðabyggðar og nýtingu orkuauðlinda fyrir sveitarfélögin á eigin vegum eða í samstarfi við önnur orkufyrirtæki.

Bæjarstjórum sveitarfélaganna er falið að undirbúa frekar stofnun Suðurlinda og samþykktir fyrir félagið sem verða teknar til afgreiðslu hjá bæjarstjórn á næstu vikum. Stefnt skal að því að félagið taki til starfa eigi síðar en í ársbyrjun 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert