Stórmál að fylgjast með ferðum

Umferð
Umferð

Samgönguráðuneytið skoðar nú hvort gjaldtaka og fjármögnun samgöngumannvirkja verði áfram með sama hætti og verið hefur eða hvort tekin verði upp sérstök vegagjöld og notendagjöld og þá jafnvel stuðst við upplýsingar úr hugbúnaði í bílum eins og Evrópusambandið kannar möguleikana á.

,,Þetta er í skoðun. Við höfum enn ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin," segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu. Haukur Arnþórsson doktorsnemi, sem rannsakar samfélagsleg áhrif upplýsingatækni, segir það stórmál ætli yfirvöld að fylgjast með ferðum þjóðarinnar á bifreiðum. "Ríkisstjórnin hlýtur að kynna slíkt og afla samþykkis fyrir því ef henni er alvara í málinu. Það sem fyrst kemur upp í hugann er friðhelgi einkalífsins. Og hófstillt yfirvöld fara sér væntanlega hægt í stafrænni skráningu á lífi almennings."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert