Vanþróað þróunarstarf

Aðstoð Íslendinga við þróunarlönd hefur stóraukist í peningum en lýst hefur verið efasemdum um árangurinn. Hilmar Þór Hilmarsson, lektor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, telur þörf á að gjörbylta skipulaginu og nálgun þróunarhjálpar.

Hilmar varpar fram spurningu um hvort þróunarsamvinnan sé beinlínis á villigötum. Það gildi jafnt um tvíhliða og marghliða þróunarhjálp. Hann hefur starfað lengi að þróunarmálum, m.a. í Alþjóðabankanum í Washington.

„Framlögin eru komin í 2.800 milljónir og stefnan að fara í fjóra og hálfan milljarð 2009. Ef markmið Sameinuðu þjóðanna verða uppfyllt komumst við í níu til tíu milljarða á ári. Þegar framlög aukast svona mikið þarf að fara að skoða skipulagið og gera róttækar breytingar," segir Hilmar. Hann segir enga stofnun eða ráðuneyti í stjórnkerfinu hafa heildarsýn.

Þróunarstarf sé á sviði margra ráðuneyta og Þróunarsamvinnustofnunar, sem hefur þingkjörna stjórn en heyrir undir utanríkisráðuneytið og starfar í tengslum við það. „Það er flókið fyrirkomulag og ráðherrann getur verið valdalítill," segir Hilmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert