Vilja ræða um sameiningu Grímseyjar og Akureyrar

Frá höfninni í Grímsey.
Frá höfninni í Grímsey. mbl.is/Helga Mattína

Bæjarráð Akureyrar tók í dag jákvætt í erindi sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps um að hefja óformlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Lýsti bæjarráð vilja til þess að ræða við fulltrúa Grímseyinga um málið og skipaði bæjarstjóra og Odd Helga Halldórsson sem fulltrúa sína í viðræðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert