Eigendafundur staðfestir ákvarðanir um REI og GGE

Fulltrúar eigenda og stjórnar OR fyrir fundinn í kvöld. Dagur …
Fulltrúar eigenda og stjórnar OR fyrir fundinn í kvöld. Dagur B. Eggertsson er lengst til hægri. mbl.is/Golli

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í fréttum Sjónvarps, að samþykkt hefði verið á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur nú í kvöld að staðfesta ákvarðanir borgarráðs og stjórnar OR um að falla frá samruna Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR, og Geysis Green Energy. Því sé ljóst að ekki verði af samruna þessara fyrirtækja.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að eigendur GGE telji að samningar um samrunann eigi að standa en ella gæti komið til skaðabótakrafna. Dagur sagði um þetta, að það væri ekki deilulaust hvernig lögfræðilega staðan sé.

Á fundinum var samþykkt að fela Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, að halda áfram viðræðum við eigendur Geysis Green Energy og meðeigendur OR í Reykjavík Energy Invest, um framhald málsins.

Fram kom hjá Degi, að ákveðið hefði verið á fundinum að hefja viðræður við ríkið, sveitarfélög og meðeigendur í Hitaveitu Suðurnesja með það að markmiði að tryggja, auðlindir og almenningsveitur HS verði áfram í eigu almennings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert