Eldur logaði í tengikassa á Eiðisgranda

Eldur skíðlogaði í tengikassa Orkuveitu Reykjavíkur við Eiðisgranda um kl. 10 í morgun. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. Rafmagn fór af í nágrenninu en að sögn OR er ekki um stórt svæði að ræða. Unnið er að viðgerð og er búist við að rafmagn verði aftur komið á eftir um tvær klukkustundir. Skipta þarf um kassa þar sem hann eyðilagðist í brunanum. Eldsupptök eru óljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert