Fjölbreytt dagskrá á degi íslenskrar tugu

Leiði Jónasar Hallgrímssonar
Leiði Jónasar Hallgrímssonar mbl.is/RAX

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Dagurinn er sem kunnugt er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, en í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu hans og bera hátíðarhöldin í ár þess merki.

Markmiðið með deginum er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í samtölum við starfsmenn bæði menntamálaráðuneytisins og Stofnunar Árna Magnússonar sögðust þeir þeirrar skoðunar að vel hefði tekist að ná þessum markmiðum, enda væri mikil þátttaka í hátíðarhöldum, dagskrám og uppákomum í tilefni dagsins. Ljóst mætti því vera að dagurinn hefði þegar öðlast skýran og mikilvægan sess í huga landsmanna.

700 hvatningarbréf send út

Stofnun Árna Magnússonar heldur utan um dagskrá dagsins, en hana má nálgast á vef stofnunarinnar sem og vef menntamálaráðuneytisins. Sú upptalning viðburða sem þar má sjá er þó engan veginn tæmandi og því ómögulegt að hafa yfirsýn yfir það hversu margir landsmenn halda daginn hátíðlegan með einhverjum hætti.

Þess ber að geta að það er ekki bara hérlendis sem Jónasar er minnst, því víða erlendis hafa bæði sendiráð og Íslendingafélög skipulagt menningardagskrár í tilefni dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka