Hæstiréttur hefur þyngt dóma yfir tveimur rúmlega tvítugum mönnum, sem réðust á erlendan mann á götu í Reykjavík, slógu hann niður og spörkuðu í andlit hans með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, augnbotn brotnaði og tvær tennur. Í dómi Hæstaréttar segir, að allt bendi til að meginhvati árásarinnar hafi verið neikvæð afstaða árásarmannanna til útlendinga.
Árásarmennirnir voru dæmdur í 3 og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum sem þeir réðust á 550 þúsund krónur í bætur.
Í héraðsdómi voru mennirnir dæmdir í eins og þriggja mánaða fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 274 þúsund krónur í bætur.