Krafa um verulegar kjarabætur í komandi samningum

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB mbl.is/Ásdís

Ögmund­ur Jónas­son, formaður BSRB, sagði á aðal­fundi banda­lags­ins í dag, þegar hann mælti fyr­ir álykt­un fund­ar­ins, að menn yrðu að opna augu fyr­ir þeim al­var­lega vanda sem blasti við inn­an al­mannaþjón­ust­unn­ar. Víða væri orðið erfitt að manna störf og færi ástandið hríðversn­andi.

„Ef ekk­ert verður að gert blas­ir við neyðarástand. Það er á ábyrgð viðsemj­enda okk­ar að semja um stór­bætt kjör í kom­andi kjara­samn­ing­um enda sýna kann­an­ir að starfs­menn inn­an al­mannaþjón­ust­unn­ar eru að drag­ast veru­lega aft­ur úr í laun­um. Ef starfs­fólki inn­an al­mannaþjón­ust­unn­ar verður ekki greitt kaup og búið að því eins og best ger­ist á launa­markaði horf­ir þar hrein­lega til landauðnar á mik­il­vægu sviðum vel­ferðarþjón­ust­unn­ar."

Í álykt­un BSRB er sett fram krafa um veru­leg­ar kjara­bæt­ur auk þess sem lögð er áhersla á að taka verði mið af þörf­um fjöl­skyld­unn­ar þegar samið er um kaup, vinnu­tíma og önn­ur kjör.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert