Ráðuneyti vildi ekki rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar

Íslensk erfðagreining gæti hæglega sinnt DNA-rannsóknum fyrir lögregluna, sem nú eru send til Noregs. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. „Við búum bæði yfir mannskap, þekkingu og tækjum sem réði við rannsóknir af þessu tagi. Það hefur hins vegar ekki verið leitað til okkar um slíkt."

Spurð hvort fyrirtækið gæti hugsað sér að veita slíka þjónustu ef eftir því yrði leitað svaraði Berglind því játandi. „Það gæti alveg verið möguleiki. Dómsmálaráðuneytinu var á ákveðnum tíma boðið upp á að við sæjum um svona próf fyrir þá en það var ekki áhugi á því þá. Við erum að vinna með þá tækni sem er notuð í þetta dagsdaglega og gætum gert þessi próf mjög vel og á mjög stuttum tíma."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert