Slökkvilið höfuðborgarsveiðisins fékk fyrir skömmu þrjá gáma, sérsmíðaða fyrir slökkviliðið, til að auðvelda flutning á sérhæfðum tækjabúnaði. Gámarnir sinna hver sínu hlutverki, einn er sérstaklega ætlaður reykköfun og annar er hannaður til að flytja björgunarbúnað. Mesta nýjungin felst þó líklega í þeim þriðja sem heldur utan um allan þann búnað sem þarf ef alvarleg eiturefnaslys verða.