Störf á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga flutt til Ísafjarðar

Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson

Sex til átta störf á veg­um Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga verða flutt til Ísa­fjarðar. Var þetta samþykkt á stjórn­ar­fundi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga fyrr í dag. Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar og formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir að störf­in verði 6-8 til að byrja með. Þetta kem­ur fram á vef Bæj­ar­ins besta.

Á fund­in­um var Svandís Svavars­dótt­ir kjör­in vara­formaður sam­bands­ins, í stað Árna Þórs Sig­urðsson­ar. Starfs­hóp­ur sem skipaður var um flutn­ing á Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga til Ísa­fjarðar taldi mögu­legt að flytja 6-8 störf til sveit­ar­fé­lags­ins. Hóp­ur­inn taldi þó ekki skyn­sam­legt að flytja stofn­un­ina í heilu lagi þar sem flutn­ing­ur­inn gæti haft nei­kvæð áhrif á inn­heimtu­ár­ang­ur stofn­un­ar­inn­ar, sam­kvæmt frétt Bæj­ar­ins besta.

Um er að ræða bók­halds­vinnu og al­menn sam­skipti við meðlags­greiðend­ur. Sam­kvæmt álit­inu gæti tölu­verður hluti af þeirri vinnu sem stofn­un­in inn­ir af hendi, farið fram hvar sem er á land­inu og þyrfti ekki að fara fram í Reykja­vík. Meiri­hluti starfs­hóps­ins taldi að vanda beri vel til verka ef af flutn­ingi verður, s.s. með end­ur­skil­grein­ingu starfa og ít­ar­legri skoðun á rekstr­aráhrif­um.

Sig­ur­geir Sig­urðsson, formaður stjórn­ar Inn­heimtu­stofn­un­ar taldi þó að ekki væri væn­legt að flytja störf til Ísa­fjarðar, þar sem það gæti riðlað starf­semi stofn­un­ar­inn­ar veru­lega og gæti komið niður á inn­heimtu­ár­angri henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert