Ábyrgð á hendur kaupanda vændis

„Það var varað við þessu," segir Kolbrún Halldórsdóttir þingkona um erfiða stöðu lögreglunnar þegur kemur að því að rannsaka vændi vegna þess að hvorki kaup né sala á vændi eru refsiverð eins og kom fram í 24 stundum í gær. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Kolbrúnar sem felur í sér að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

„Ég tel að vændi og mansal verði ekki aðskilið enda gerir hvort tveggja líkamann að söluvöru og í því felst aldrei frjálst val," segir Kolbrún og bætir við: „Ég lít svo á að það sé aðeins kaupandinn sem hefur raunverulegt val."

Hún segir að með frumvarpinu vilji hún varpa ábyrgðinni á herðar kaupandans. Meðflutningsmenn hennar koma úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert