Engin meiðsl urðu á fólki er bíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli í dag. Var hann með tóma hestakerru í togi og tók hún á sig mikinn vind, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Um þrjúleytið fór bíll útaf á Skeiðarvegi norðan við Flúðir. Ökumaður hlaut minniháttar meiðsl.