Sameining felld í Skútustaðahreppi

Ekki verður af sameiningu hreppanna þriggja í Þingeyjarsýslu þar sem kosning fór fram í dag. Meirihluti var reyndar fyrir sameiningu bæði í Aðaldælahreppi og Þingeyjarsveit, en kjósendur í Skútustaðahreppi felldu tillöguna.

Alls kusu 797 en 1.006 voru á kjörskrá.

Í Aðaldælahreppi oru 69,43% fylgjandi sameiningu en 27,39% á móti.

Í Skútustaðahreppi voru hins vegar 38,07% með sameiningunni en 61.01% andvíg.

Í Þingeyjarsveit voru 50,95% fylgjandi sameiningu en 49,05% á móti

Í Aðaldælahreppi voru 193 á kjörskrá en 157 kusu - sem er 81,35% þátttaka. Í Skútustaðahreppi var kjörsókn 72,19%, 302 voru á kjörskrá en 218 greiddu atkvæði. Í þingeyjarsveit voru flestir á kjörskrá, 511 og 422 kuksu. Það er 82,58% þátttaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert