Sjávarútvegsfyrirtæki á Nýfundnalandi og Labrador hafa komið sér upp nýrri leið inn á Evrópumarkað með fisk. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir Tom Rideout, sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands, að einkafyrirtækið Fly Fresh Freight Inc. muni hefja flug með ferskar sjávarafurðir frá Gander til Íslands í dag. Væntanlega verður flogið áfram með fiskinn þaðan til meginlands Evrópu.
Rideout segir að ráðuneyti hans hafi unnið með flugfélaginu og ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum að þróa og bæta vöruflutninga til Evrópu. Stjórnvöld á Nýfundnalandi styðja verkefnið með því að tryggja Fly Fresh Feigth fyrir því er vélar fyrirtækisins fljúga ekki alltaf fulllestaðar.