Hátt í 200 gripir dauðir - tugmilljóna króna tjón

Skyggni var slæmt þegar slökkviliðsmenn börðust við eldinn.
Skyggni var slæmt þegar slökkviliðsmenn börðust við eldinn. mbl.is/Slökkvilið Akureyrar

All­ar lík­ur eru á að a.m.k. 150 naut­grip­ir hafi drep­ist í elds­voðanum á Stærra Árskógi í Dal­vík­ur­byggð í dag. Þrjú sam­byggð hús; nýtt fjós, hlaða og gamla fjósið, eyðilögðust í eld­in­um. Íbúðar­húsið var ekki í hættu þar sem vindátt var heppi­leg hvað það varðar, og fólki varð ekki meint af. Bónd­inn á bæn­um gekk reynd­ar hart að sér til þess að bjarga því sem bjargað varð af skepn­um, að sögn Ingimars Ey­dal, aðstoðarslökkviliðsstjóra á Ak­ur­eyri.

Ljóst er að mikið tjón varð á Stærra Árskógi í dag, því fjósið þar var eitt það full­komn­asta í Eyjaf­irði og voru pláss fyr­ir um 200 gripi í því.

Ingimar Ey­dal seg­ir aðstæður hafa verið erfiðar; eld­ur­inn var mik­ill og veðrið mjög slæmt. „Það var vonsku­veður, 10 til 15 metra skyggni, bál­hvasst og mikið kóf. Það er ekki oft sem maður hef­ur þurft að berja klaka af gler­aug­un­um sín­um,“ sagði hann í kvöld. Talið er að vind­hraðinn hafi verið 15-20 metr­ar á sek­úndu.

Til­kynnt var um eld­inn um kl. 17 og slökkvi­starfi lauk um kl. 20. Um 30 slökkviliðsmenn frá Dal­vík og Ak­ur­eyri unnu að slökkvi­starf­inu, auk fé­laga í björg­un­ar­sveit­inni á Árskógs­strönd.

Um 200 grip­ir voru í bygg­ing­un­um og flest­ir dráp­ust. „Við sáum um 30-40 gripi á lífi fyr­ir utan bygg­ing­arn­ar en ann­ars var mjög erfitt að sjá þarna til vegna myrk­urs og slæms veðurs,“ seg­ir Ingimar.

Á heimasíðu Slökkviliðs Ak­ur­eyr­ar seg­ir að þegar slökkviliðið á Dal­vík kom á staðinn hafi verið mik­ill eld­ur í fjós­inu og hlöðunni en bygg­ing­ar eru sam­byggðar með milli­bygg­ingu sem einnig var al­elda. Fram kem­ur að tals­vert langt var í vatn og þegar Slökkviliðið á Ak­ur­eyri kom á staðinn var dælu­bíll frá liðinu sett­ur í að dæla vatni frá bruna­h­ana við bif­reiðaverk­stæði við Litla Árskóg, um 6-800 metra leið á eldstað.

Slökkvistarf tók um tvær og hálfa klukku­stund en vakt verður við húsið í nótt.

Slökkviliðsmenn að störfum á Stærra Árskógi í dag.
Slökkviliðsmenn að störf­um á Stærra Árskógi í dag. mbl.is/​Slökkvilið Ak­ur­eyr­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert