Gáfu ekki næga lyfjaskammta

Þótt notendum ofvirknilyfja á Íslandi hafi fjölgað frá árinu 2004 hefur fjöldi barna 5-14 ára innan þess hóps staðið í stað samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun.

Árið 2004 fengu 2799 einstaklingar ofvirknilyf en árið 2006 voru þeir orðnir 3266. Fór hlutfallsleg aukning hópsins úr 0,95% af heildarmannfjölda upp í 1,06%.

Börn 5-14 ára, sem eru stærsti notendahópur þessara lyfja, voru 63,4% þeirra sem notuðu ofvirknilyf árið 2004 en 2006 var hlutfall þeirra komið niður í 54,5%. Skýrist þetta af því að notendum 15 ára og eldri hefur fjölgað en fjöldi notenda 14 ára og yngri hefur staðið í stað. Börn á ofvirknilyfjum eru 4% af öllum börnum 5-14 ára á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert