Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu

Góð þátt­taka hef­ur verið í kosn­ingu um sam­ein­ingu þriggja sveit­ar­fé­laga í Þing­eyj­ar­sýslu í dag. Núna klukk­an fimm höfðu hátt í 70% kosn­inga­bærra manna mætt á kjörstað í Skútustaðahreppi, 80% í Aðal­dæla­hreppi og tæp­lega 80% í Þing­eyj­ar­sveit.

Veður var leiðin­legt á svæðinu eft­ir há­degið, en þó ekki nánd­ar nærri eins vont og veður­spá gerði ráð fyr­ir, að sögn Rein­h­ards Reyn­is­son­ar, verk­efn­is­stjóra.

Kjör­stöðum verður lokað kl. 18 og úr­slit liggja fyr­ir síðar í kvöld. Rein­h­ard seg­ir að kjör­sókn sé þegar orðin meiri, í öll­um sveit­ar­fé­lög­un­um þrem­ur, en þegar „stóra kosn­ing­in“ fór fram árið 2005. Þá var kosið um sam­ein­ingu sjö sveit­ar­fé­laga - Skútustaðahrepps, Aðal­dæla­hrepps, Húsa­vík­ur­bæj­ar, Tjör­nes­hrepps, Keldu­nes­hrepps, Öxa­fjarðar­hrepps og Raufar­hafn­ar­hrepps. Eft­ir að sú til­laga var felld var lögð fram önn­ur um sam­ein­ingu Húsa­vík­ur, Keldu­hverf­is, Öxar­fjarðar og Raufar­hafn­ar, og þá varð til sveit­ar­fé­lagið Norðurþing.

Á síðasta ári voru íbú­ar sveit­ar­fé­lag­anna þriggja sam­tals 1366 og hafði þá fækkað um 240 frá 1997. Á frétta­vef Viku­dags á Ak­ur­eyri kem­ur fram að mest hafi fækk­un­in orðið í yngsta ald­urs­hópn­um, eða um 42% á 10 árum. Flest­ir búa í Þing­eyj­ar­sveit, um 700 , íbú­ar Skút­astaðar­hrepps eru um 400 og í Aðal­dæla­hrepp­ir búa tæp­lega 300 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert