Hallar á þá sem sízt skyldi

Rún­ar Vil­hjálms­son, pró­fess­or í heilsu­fé­lags­fræði, seg­ir rann­sókn­ir sín­ar leiða í ljós, að þrátt fyr­ir fé­lags­legt heil­brigðis­kerfi á Íslandi og öll stjórn­tæk­in til að jafna út kostnaðarbyrðar þess sé mik­ill mun­ur á milli þjóðfé­lags­hópa og halli þar á hópa sem sízt skyldi. Hæst er hlut­fall heil­brigðisút­gjalda af heim­ilis­tekj­um hjá tekju­lág­um, fötluðum og öldruðum og fólki á aldr­in­um 18-24 ára. Þá er mun­ur á út­gjalda­byrði ein­stak­linga eft­ir sjúk­dóm­um og eru geðsjúk­ir þar í hæsta flokki, en krabba­meins- og áfeng­is­sjúk­ling­ar í lægstu út­gjalda­hóp­un­um.

Rún­ar seg­ir að niður­stöður rann­sókn­anna sam­rým­ist illa rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar og lög­um um heil­brigðisþjón­ustu og rétt­indi sjúk­linga, sem segja að óheim­ilt sé að mis­muna sjúk­ling­um.

Þegar á heild­ina er litið eru ann­ir helzta ástæða þess að fólk frest­ar því að fara til lækn­is, 60%, en 30% bera við kostnaði. Rún­ar seg­ir aðkallandi að vinda ofan af þeirri raun­aukn­ingu, sem orðið hef­ur á út­gjöld­um ein­stak­linga vegna heil­brigðisþjón­ustu. Þessi út­gjöld námu 1% af vergri lands­fram­leiðslu 1987, en 1,7% árið 2004.

Kaup­mátt­ar­aukn­ingu fólks á sama tíma seg­ir hann hafa vegið þarna upp á móti og því hafi ekki dregið úr aðgengi fólks að heil­brigðis­kerf­inu. Eft­ir sem áður hef­ur út­gjalda­aukn­ing­in komið við þá, sem ekki hafa notið kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar til fulls og tel­ur Rún­ar til þess hóps aldraða, at­vinnu­lausa, ör­yrkja, lang­veika og lág­launa­fólk.

Rætt er við Rún­ar í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert