Par með tvö börn og bíl þarf að fá 680 þúsund krónur í samanlögð laun á mánuði fyrir skatt til að geta keypt sér þriggja herbergja íbúð á meðalverði í Reykjavík í dag.
Þetta kom í ljós þegar 24 stundir báðu starfsmann Kaupþings um að reikna hversu háar tekjur slíkt par þyrfti að vera með til að standast greiðslumat vegna 22 milljóna króna húsnæðisláns, en það er samkvæmt Fasteignamati ríkisins meðalverð þriggja herbergja íbúða sem seldar voru í Reykjavík í október og það sem af er nóvembermánuði.
Mánaðarlegar afborganir einar og sér yrðu 152 þúsund krónur, miðað við 40 ára lán og 10 ára lán til að greiða þau 20% sem ekki fæst lánað fyrir með langtímaláni.
Miklar hækkanir hafa orðið bæði á húsnæðisverði og vöxtum undanfarið, og nú síðast í gær tilkynnti Íbúðalánasjóður um hækkun vaxta úr 4,85% í 5,3%.