Mikil tækifæri í ferðaþjónustu

Baldvin Kristjánsson á Grænlandi.
Baldvin Kristjánsson á Grænlandi.

Íslensk ferðaþjón­usta gæti eflst gríðarlega tak­ist henni að opna meira til Græn­lands. Þetta seg­ir Bald­vin Kristjáns­son, sem rek­ur ferðaþjón­ustu í Qaqortoq í suðvest­ur­hluta Græn­lands.

„Stærsti þjóðgarður í heimi er á Græn­landi og landið er annað stærsta heim­skauta­svæði heims, á eft­ir suður­skaut­inu. Ferðir til Suður­skauts­lands­ins eru gerðar út frá Arg­entínu og Nýja-Sjálandi. Gríðarleg­ur fjöldi ferðamanna sæk­ir þangað og ver um og yfir 20 þúsund Banda­ríkja­döl­um til að kom­ast þangað."

Bald­vin seg­ir mik­il­vægt fyr­ir Græn­lend­inga að fá ferðamenn frá fleiri lönd­um en Dan­mörku. Tæki­fær­in séu mik­il, bæði fyr­ir Græn­lend­inga og Íslend­inga.

„Eina leiðin til að ná Græn­landsþjóðgarðinum, stærsta þjóðgarði í heimi, á norðaust­ur­hluta eyj­unn­ar, er í gegn­um Ísland, frá Ak­ur­eyri. Sömu­leiðis er hag­kvæm­asta leiðin til Aust­ur-Græn­lands frá Íslandi." Ferðamála­deild Há­skól­ans á Hól­um vinn­ur nú að skipu­lagn­ingu náms á sviði nátt­úru- og æv­in­týra­tengdr­ar ferðaþjón­ustu í Qaqortoq. Unnið er að fjár­öfl­un og nám­skrá og er stefnt að því að námið geti farið af stað haustið 2008.

Bald­vin seg­ir verk­efni sem þessi bæði geta komið Græn­lend­ing­um og Íslend­ing­um að gagni. Nauðsyn­legt sé að leggja aukna áherslu á mennt­un fyr­ir Græn­lend­inga og nóg sé komið af fá­tækra­hjálp. „Grunn­skól­arn­ir hér eru mjög lé­leg­ir. Tæp­lega tvö pró­sent þjóðar­inn­ar sækja sér há­skóla­mennt­un. 44 sækja nám í há­skól­an­um í Nuuk, þar með tald­ir þeir sem læra til kenn­ara og prests. Helm­ing­ur þeirra sem sækja sér há­skóla­mennt­un í Dan­mörku snýr ekki aft­ur heim til Græn­lands."

Bald­vin seg­ir að á Íslandi sé að mörgu leyti erfitt að út­búa nám í verk­legri ferðaþjón­ustu, kaj­ak­ferðum, klifri og þess hátt­ar. "Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í þess­um geira á síðustu árum, en það hef­ur ekki skilað sér til Íslands nema að mjög litlu leyti. Hér á Græn­landi eru góðar aðstæður til verk­legs náms allt árið um kring. Aðstæður eru betri bæði á fjöll­um og á sjó. Hóla­verk­efnið nýt­ist bæði Íslend­ing­um og Græn­lend­ing­um, þannig að verið er að slá tvær flug­ur í einu höggi."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert