Ölvaður farþegi henti bílstjóranum út og ók sjálfur í bæinn

Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum.
Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum. mbl.is/Júlíus

Ölvuðum farþega í bíl á leið frá Þor­láks­höfn til Reykja­vík­ur í nótt þótti ekki nógu greitt ekið og brá á það ráð að henda öku­mann­in­um út og aka sjálf­ur í bæ­inn. För hans varð þó enda­slepp því að við kom­una til borg­ar­inn­ar greip lög­regl­an hann og stakk í stein­inn, þar sem hann sit­ur enn, nú í morg­un.

Ökumaður­inn sem neitað hafði að auka hraðann að kröfu hins ölvaða sat aft­ur á móti eft­ir einn og yf­ir­gef­inn í Þrengsl­un­um, en mun þó hafa bjarg­ast til byggða.

Að öðru leyti seg­ir lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu að verk­efni sín í nótt hafi verið hefðbund­in. Sex voru tekn­ir fyr­ir brot á lög­reglu­samþykkt, fjór­ir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is, tveir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna og einn und­ir áhrif­um annarra lyfja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert