Viljastyrkur ungs fólks skiptir mestu í baráttunni

Ólafur Ragnar kynnir dagskrá Forvarnardagsins í morgun.
Ólafur Ragnar kynnir dagskrá Forvarnardagsins í morgun. mbl.is/Ómar

Viljastyrkur ungs fólks ef öflugasta vopnið í baráttunni við fíkniefnanotkun, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er dagskrá Forvarnardagsins, sem haldinn verður á miðvikudaginn, var kynnt í Hagaskóla í morgun. Áhersla er lögð á uppbyggilegar forvarnir og þátttöku ungmennanna sjálfra.

Á Forvarnardaginn er lögð megináhersla á að koma því til skila sem áratugalangar rannsóknir íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík hafa sýnt að skili mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum:

1. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tíma saman.

2. Að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

3. Að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis.

Heimasíða Forvarnadagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert