Sagði skilið við fjármálahverfið og hóf framleiðslu á skyri í New York

Sigurður Hilmarsson með framleiðsluna.
Sigurður Hilmarsson með framleiðsluna.

Það kann að koma sum­um á óvart, en það var ekki stór ákvörðun fyr­ir ung­an hag­fræðing í fjár­mála­hverf­inu hjá Wall Street, Sig­urð Hilm­ars­son, að venda kvæði sínu í kross, byrja að flóa skyr og fram­leiða það ofan í New York-búa.

En þannig var það. Og ekki aðeins vegna þess að elda­mennska er áhuga­mál Sig­urðar. Ástæðan var líka sú að hann hafði hann fengið inni með vöru sína í einni helstu sæl­kera­versl­un­inni á Man­hatt­an, og þótt víðar væri leitað, Murray's Cheese, og það áður en hann hóf fram­leiðslu fyr­ir al­vöru.

Síðan hef­ur smám sam­an kom­ist brag­ur á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sem hann nefn­ir „The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on“. Og frá því seg­ir á mat­ar­blogg­inu Epicuri­ous að „sigg­i's skyr“ hafi alltaf selst upp í versl­un­um þar sem það hef­ur verið á boðstól­um. Fram­boðið á eft­ir að aukast enn frek­ar með verk­smiðju sem tek­in var í notk­un í sum­ar.

Nú selja tutt­ugu sæl­kera­búðir í New York „sigg­i's skyr“, þar af fimm í Brook­lyn. „Það var mik­ill sig­ur þegar Dean & Deluca bætt­ist á list­ann í sept­em­ber, enda afar kunn meðal mat­gæðinga,“ seg­ir Sig­urður.

Stefna fyr­ir­tæk­is­ins er að styrkja stöðu sína á Aust­ur­strönd­inni með vöru­fram­boði í fleiri versl­un­um, án þess þó að gefa eft­ir í gæðum. „Versl­an­irn­ar sem hafa valið okk­ar vöru eru besta kynn­ing­in, enda kunn­ar sæl­kera­versl­an­ir. Nú erum við kom­in með dreif­ing­araðila sem dreif­ir í New Jers­ey, New York og Conn­ecticut, og það opn­ar okk­ur ýms­ar dyr.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert