Togbáturinn Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði kom síðdegis í gær með tundurdufl að landi í Rifi á Snæfellsnesi, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn. Haft er eftir sprengjusérfræðingi hjá Landhelgisgæslunni er um virkt tundurdufl væri að ræða og væri það þýskt.
Fara átti með duflið að grjótnámu ofan við flugvöllinn á Rifi og gera það óvirkt.