Afþakka vist vegna gæludýrs

Langhundar Pía og Pína veita eiganda sínum Önnu Þrúði mikla …
Langhundar Pía og Pína veita eiganda sínum Önnu Þrúði mikla gleði. mbl.is/RAX

„Ég hef oft hugsað um það þegar ég hef verið að vinna með öldruðum hvers vegna þeir megi ekki hafa gæludýr. Ég veit hvað það gerir fólki gott, bæði börnum, fullorðnum, einmana fólki og fötluðu,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir sem nú er sest í helgan stein en starfaði um margra ára skeið sem forstöðukona í þjónustuíbúðum aldraðra.

Hún þekkir dæmi þess að fólk sem hafi átt gamlan kött eða hund en ekki mátt taka hann með sér inn á öldrunarstofnun hafi hafnað plássi, enda ekki getað hugsað sér að aflífa dýrið. „Það hefur lengi verið áhugamál mitt að fólk eigi val og til séu staðir þar sem hafa megi dýr og svo aðrir sem þar sem þeir sem ekki vilja þessi „villidýr“ séu lausir við þau. Komið hefur fram að hollt sé að vera með dýr og blóðþrýstingur lækki jafnvel í kjölfarið og þá sjaldan ég kom með hundana til að sýna fólkinu skapaði það mikla gleði. Ég held að spara mætti mikið í lyfjum með því að leyfa dýr og jafnvel smáblómarækt líka.“

Anna Þrúður lýsir eftir húsnæði sem byggt væri og markaðssett með það í huga að þar mættu vera gæludýr en sjálf heldur hún langhundatíkurnar Píu og Pínu. „Á síðasta staðnum þar sem ég var forstöðukona var fólk sem næstum tárfelldi ofan í feldinn á tíkunum mínum þegar ég kom með þær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert