Dæmd í sekt fyrir að aka á dreng

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt konu í 100 þúsund króna sekt fyr­ir að aka á dreng á götu á Sel­fossi með þeim af­leiðing­um að dreng­ur­inn kjálka­brotnaði.

Kon­an var hins veg­ar ekki tal­in hafa sýnt af sér það víta­vert gá­leysi að það rétt­lætti að hún yrði svipt öku­rétt­ind­um tíma­bundið, en bæði kon­an og faðir drengs­ins báru, að bíln­um hefði verið ekið á göngu­hraða þegar slysið varð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert