Dæmd í sekt fyrir að aka á dreng

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í 100 þúsund króna sekt fyrir að aka á dreng á götu á Selfossi með þeim afleiðingum að drengurinn kjálkabrotnaði.

Konan var hins vegar ekki talin hafa sýnt af sér það vítavert gáleysi að það réttlætti að hún yrði svipt ökuréttindum tímabundið, en bæði konan og faðir drengsins báru, að bílnum hefði verið ekið á gönguhraða þegar slysið varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert