„Hvað heldurðu að við höfum verið að gera?“

Biblían
Biblían

„Ég er ósammála þessu öllu! Við fengum valinn hóp af fólki til að lesa yfir og mér dettur ekki í hug að þetta ágæta, vandaða fólk hafi ekki verið starfi sínu vaxið.“ Það var þungi í orðum Guðrúnar Kvaran, formanns þýðingarnefndar Gamla testamentisins, sem einnig sat í þýðingarnefnd Nýja testamentisins, þegar hún brást við athugasemdum Jóns G. Friðjónssonar málfræðings um nýju biblíuþýðinguna á málþingi í Skálholti um helgina.

„Hvað heldurðu að við höfum verið að gera öll þessi ár?“ spurði hún.

Jón sýndi mörg dæmi þar sem hann bar saman setningar úr nýju Biblíunni og eldri útgáfum. Margt var hann ósáttur við þótt hann hrósaði öðru. Sagðist hann telja ágallana of mikla. Framsetning og málfar væri ekki nógu vandað, stíllinn væri rislítill og íslenskri biblíumálshefð ekki fylgt. „Nýja Biblían veldur vonbrigðum að þessu leyti,“ sagði Jón.

Guðrún Þórhallsdóttir málfræðingur gagnrýndi breytingar sem kallaðar hafa verið mál beggja kynja, sagði ákveðna tvíræðni glatast úr frumtextanum og Clarence E. Glad, doktor í nýjatestamentisfræðum, sem hefur skoðað þýðinguna á bréfum Páls postula, sagði að „vinna hefði mátt þessa texta eilítið betur, með hliðsjón af grískunni“.

Þá sagði Jón Axel Harðarson málfræðingur að stílfræðilegar breytingar yllu því að „textinn er víða flatneskjulegur og sums staðar málfræðilega rangur“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert