Innbrot á Akureyri

Tvítugur maður úr Reykjavík var handtekinn á Akureyri um klukkan tvö í nótt þar sem hann var á leið sinni út úr apótekinu Lyf og heilsa í verslunarmiðstöðinni við Hrísalund á Akureyri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi með eitthvað af lyfjum á sér en hann hafði brotið glugga til að komast inn en viðvörunarkerfi gerði lögreglu viðvart um innbrotið sem telst upplýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert