Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað

Sýslumaður­inn í Hafnar­f­irði hef­ur fall­ist á kröfu um lög­bann gegn vefsíðunni Tor­rent.is og hef­ur síðunni verið lokað, að sögn Snæ­björns Stein­gríms­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka myndrétt­hafa á Íslandi (SMÁÍS). Að sögn Snæ­björns lokaði eig­andi Tor­rent, Svavar Lúth­ers­son, sjálf­ur síðunni en hon­um var gef­inn klukku­stund til þess og að öðrum kosti hefði lög­regla lokað vefn­um.

Þeir sem standa að lög­banns­beiðninni eru SMÁÍS, SÍK (Fram­leiðenda­fé­lagið), STEF (Sam­band tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar) og FHF (Fé­lag hljóm­plötu­fram­leiðenda). Þessi sömu rétt­hafa­sam­tök höfðu áður lagt fram op­in­bera kæru gegn eig­anda síðunn­ar, Svavari Lúth­er­syni, en þar sem ekk­ert hafði verið aðhafst að hálfu yf­ir­valda í yfir 8 mánuði síðan kær­an var lögð inn sáu rétt­hafa­sam­tök­in sér eng­an ann­an kost en að höfða einka­mál og fara fram á lög­bann gegn þess­ari síðu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá SMÁÍS.

Að sögn Snæ­björns lögðu lög­banns­beiðend­ur fram trygg­ingu fyr­ir lög­banns­beiðninni og munu síðar í vik­unni höfða staðfest­ing­ar­mál fyr­ir héraðsdómi.

„Það er okk­ar álit að eig­andi www.tor­rent.is sé sek­ur um stór­feld hlut­deild­ar­brot með dreif­ingu á efni varið höf­und­ar­rétti sem fer um istor­rent í óþökk rétt­hafa," seg­ir í til­kynn­ingu frá SMÁÍS.

Und­an­farið hafa birst frétt­ir af því að ís­lenskri tónlist sé dreift á ólög­mæt­an hátt með aðstoð vef­set­urs­ins Tor­rent.is. Þannig óskaði Páll Óskar Hjálm­týs­son eft­ir því að plata hans yrði ekki leng­ur aðgengi­leg í gegn­um Tor­rent.is, en tor­rent-skrá sem vísaði á hana hafði þá verið aðgengi­leg í gegn­um vef­setrið í ein­hvern tíma.

Dreif­ing á efni með tor­rent-tækni bygg­ist á því að sá sem vill sækja efnið sæk­ir skrá, til að mynda til Tor­rent.is, sem inni­held­ur slóðina á deili­tölvu eða "tracker", skráa­heiti og aðrar upp­lýs­ing­ar um viðkom­andi skrá. Yf­ir­leitt nota menn síðan sér­stak­an hug­búnað til þess að sækja skrána eða skrárn­ar og sækja hana þá iðulega á marg­ar tölv­ur í einu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert