Sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs nærri skólum

Lögreglan á Suðurnesjum svipti í dag þrjá ökumenn ökuréttinum fyrir að aka of hratt í nágrenni við skóla. Þeir mældust á 64-66 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 30.

Lögreglan var með öflugt eftirlit við skóla á Suðurnesjum í allan dag. Alls voru 39 kærðir fyrir of hraðan akstur.

Næstu tvær vikur verður lögð áhersla á að stunda hraðamælingar í námunda við skóla til að sporna við hraðakstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert