Unglingar játuðu að hafa framið vopnað rán

Fjórir 16 ára unglingspiltar sem handteknir voru í gær, grunaðir um að hafa framið vopnað rán í Sunnubúð í Mávahlíð í Reykjavík skömmu fyrir hádegi játuðu á sig glæpinn og voru sendir heim til sín í fylgd með foreldrum sínum að loknum yfirheyrslum. Málið telst upplýst og hefur verið sent lögfræðideild lögreglunnar. Drengirnir eru að sögn lögreglu ekki búsettir í Hlíðunum.

Þrír drengjanna voru vopnaðir kylfu og exi og réðust að starfsmanni búðarinnar og höfðu á brott með sér peninga og tóbak í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert